Hvað segir Amir Mehica ?

Haukar

Við tókum viðtal við Amir Mehica markvörð meistaraflokks Hauka í knattspyrnu en hann skrifaði nýlega undir nýjan 3ja ára samning við félagið. Amir hefur leikið með Haukum undanfarin fjögur ár og mætti segja að hann væri orðinn Haukamaður í gegn.

Við spurðum hann fyrst að tímabilinu sem lauk í síðasta mánuði og hvort hann hafi verið ánægður með það ?

Ég er ekki alveg fullkomlega ánægður með seina tímabilið. Við byrjuðum auðvitað tímabilið afar vel og ég er ánægður með fyrri umferðina þar sem við spiluðum frábærlega, sérstaklega útaf því að við vorum að koma úr 2.deildinni. Mín skoðun er sú að við spiluðum besta fótboltann í deildinni í fyrri umferðinni. En ég er ekki ánægður með seinni umferðina þar sem við spiluðum mjög illa og enduðum í 6.sæti.

 

 

Amir var að glíma við meiðsli á síðasta undirbúningstímabili og missti til að mynda af fyrstu leikjunum í deildinni, við spurðum hann næst að því hvort að hann væri orðinn góður í hnénu ?

Já, ég er orðinn góður eftir meiðslin. Það er í fínu standi sem stendur.

Vitað var að lið í Landsbankadeildinni höfðu mikið álit af Amir , við spurðum Amir að því hvort hann hafi vitað af því og hvers vegna hann hafi framlengt samning sinn við Hauka ef hann hefði getað spilað í Landsbankadeildinni ?

Það voru nokkrir klúbbar úr Landsbankadeildinni sem reyndu að fá mig, en ég kaus Hauka af því að ég hef trú á liðinu og hef tröllatrú á því að við getum bætt okkur mikið fyrir næsta tímabil og gert enn betur. Það eru mjög góðir leikmenn í Haukum sem geta auðveldlega spilað í Lansbankadeildinni.

En hvernig lýst Amir á veturinn og komandi tímabil ?

Eins og ég hef sagt áður, ég held að við séum reyndari og verðum með meiri reynslu í fyrstu deildinni á næsta ári. Við ætlum að gefa allt í þetta til að ná því markmiði að gera enn betur og ná því sæti sem gefur þáttöku rétt í Landsbankadeildinni.

Að lokum spurðum við Amir að því hvort það væri ástæða til að ætlast að Haukar reyndu að komast upp um deild á næsta ári ?

Ég hef fulla trú á því að við getum það, sagði Amir Mehica að lokum.

Við þökkum Amir kærlega fyrir þetta og vonum að hann eigi eftir að verja þá ófá boltana á komandi árum. Nýjustu tíðindi af meistaraflokknum verða birt hér á síðunni við fyrsta tækifæri.