Eins og flest Haukamenn vita fór meistaraflokkur karla með sigur af hólmi gegn ungverska stórliðinu Vezprém, 27-26 á Ásvöllum í gær.
Mikil gleði ríkti meðal leikmanna og áhorfenda ena tilefni til. Um 900 áhorendur mættu á leikinn í gær og flestir á bandi Haukamanna og var góð stemming á pöllunum en bundnar eru miklar væntingar fyrir því að gert verður enn betur í næsta og jafnframt síðasta heimaleik Hauka í meistaradeildinni gegn Flensburg 8. nóvember.
Í leiknum í gær spilaði allt liðið feikna vel en þó voru tveir leikmenn sem báru af, en það voru þeir Freyr Brynjarsson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson. Við fengum í stutt spjall.
Við spurðum þá fyrst að því, hvernig tilfinning það væri að sigra svona stórt lið eins og Vezprém er ?
Freyr: Þessi leikur er enn að síast inn. Menn kannski átta sig ekki strax að við vorum að vinna STÓRLIÐ í Evrópu. Þetta er klárlega besti árangur íslenskt félagsliðs í handbolta. Mér líður alveg frábærlega því við unnum þennan leik sem lið og sigurhugsunin var til staðar allan leikinn.
Birkir Ívar: Tilfinningin að vinna lið eins og Vezprém er auðvitað mjög góð. Við sýndum það og sönnuðum í gær að íslenskur handbolti er vel samkeppnishæfur við flestar aðrar deildir í heiminum.
Næst spurðum við þá hvort að nú liggi ekki bara allt upp á við, en liðið hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum í röð, gegn HK og Val ?
Freyr: Við sýndum í leiknum á móti Val að ef við komum ekki 160% (eins og Aron segir) klárir þá getum við tapað fyrir öllum liðum á Íslandi. En ef við komum klárir og ákveðnir sem felur í sér vörn þar sem liðsheildin springur út þá getum við unnið öll lið í heiminum í dag. Þessi leikur í gæt sýndi það.
Birkir Ívar: Markmiðin okkar fyrir veturinn eru skýr. Titilinn og ekkert annað.
Næsti leikur liðsins er gegn Fram á Ásvöllum á fimmtudaginn, hvernig leggst sá leikur í þá ?
Freyr: Hann leggst bara ágætlega í mig. Framarar voru einnig að spila í evrópukeppninni á sama tíma og við í gærkvöldi og fóru þar með öruggan sigur af hólmi. Þeir hafa á að skipa góðu leikmönnum og eru án efa með besta hægri skyttu landsins í dag (Rúnar Kárason). Þessi leikur verður erfitt verkefni en við ætlum klárlega að fylgja sigrinum á Veszprém eftir og spila sem liðsheild.
Birkir Ívar: Það verður gaman að fá Viggó (Sigurðsson) á Ásvelli og taka Framarana. Þeir eru með mjög sterkt lið en við ætlum okkur sigur og ekkert annað.
Að lokum spurðum við Birki Ívar út í heilsuna á sjálfum sér, en hann þurfti að fara af velli seint í seinni hálfleik eftir að hafa fengið skot í höfuðið,
Birkir Ívar: Ég er með gott glóðurauga og svolítið bólginn en verð auðvitað ekkert frá. En þetta skot slökkti gersamlega á mér og sé sá allt í þoku með auganu eftir skotið og gat því illa einbeitt mér eftir það. En Gísli (Guðmundsson) kom bara sterkur inn eftir það og við kláruðum leikinn.
Við þökkum strákunum fyrir þetta og minnum alla enn og aftur á leikinn á fimmtudaginn, Haukar – Fram á Ásvöllum.