Stelpurnar heimsækja Hlíðarenda í dag

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna mæta í dag Val í lokaleik 2. umferðar Iceland Express-deildar kvenna.

Valur og Haukar eru taplausar í deildinni og það lið sem vinnur í dag skellir sér á topp deildarinnar ásamt Hamri.

Iceland Express-deild kvenna hefur farið fjörlega af stað og er ógjörningur að rýna í leikina fyrirfram og spá fyrir um úrslit.

Leikurinn í dag hefst kl. 18.00 og fer fram í Vodafone-höllinni heimavelli Valsstúlkna.

Mynd: Helena Hólm og stelpurnar í liðinu stefna á sigur í dagstefan@haukar.is