Haukar unnu í kvöld Þór Þ. með 91 stigi gegn 70. Þar með hófu Haukar leiktíðina á heimavelli með sigri en þeir hafa unnið tvo fyrstu leikina á tímabilinu.
Þó nokkuð margir áhorfendur mættu á Ásvelli í kvöld til að sjá Hauka vinna sannfærandi sigur.
Haukar voru sterkari aðilinn og voru betri framan af. Þeir leiddu með nokkurra stiga mun. Staðan eftir fyrri hálfleik var 38-30 Haukum í vil.
Í seinni hálfleik tóku Haukamenn öll völd á vellinum og keyrðu upp muninn og fór hann mest í 24 stig.
Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda í seinni hálfleik og Haukar unnu sanngjarnan sigur.
Sigahæstur í jöfnu liði Hauka var Kristinn Jónasson me 22 stig. Næstur honum kom Sveinn Ómar Sveinsson með 16 stig en allir byrjunarliðsmenn Hauka skoruðu 10 stig eða meira.
Næsti leikur liðsins er eftir viku en þá heimsækja þeir Hrunamenn.
Mynd: Sveinn Ómar Sveinsson á flugi í kvöld en hann lék mjög vel í liði Hauka – Arnar Freyr Magnússon