Drengjaflokkur vann sinn annan leik á þremur dögum þegar þeir sigruði ÍR örugglega í Seljaskóla í gærkvöldi. Lokatölur 62-95.
Líkt og í síðasta leik þá byrjuðu strákarnir með látum. Haukur Óskarsson gaf tóninn með 8 stigum á fyrstu mínútunni og aðrir leikmenn létu sitt ekki eftir liggja. Aftur átti Kristinn Marinósson góða innkomu af bekknum og skoraði 22 stig, þar af 7 í fyrsta leikhluta. Kraftur og leikgleði einkenndi leik strákanna sem leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-28.
Í öðrum leikhluta dró heldur betur með liðunum. Emil Barja var stórskotlegur hvort sem var í vörn eða sókn og Uni Jónsson og Jón Steinar Sölvason spiluðu frábæra vörn á besta leikmann ÍR sem átti erfitt uppdráttar fyrir vikið. Hálfleikstölur 31-53 fyrir Hauka.
ÍR-ingar áttu ágætiskafla í upphafi þriðja leikhluta en Haukar svöruðu af brgaði með áhlaupi um miðbik fjórðungsins og allt útlit fyrir auðveldan Haukasigur. Staðan fyrir lokaleikhlutann 47-84.
Heimamenn byrjuðu af krafti í upphafi fjórða leikhluta og með góðri pressu og svæðisvörn náðu þeir að slá Hauka út af laginu sem skoruðu einungis 4 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Kristinn kom af bekknum og skoraði síðustu 13 stig Hauka og negldi þar með síðasta naglann í kistu ÍR-inga.
Stig Hauka: Haukur 25, Kristinn 22, Andri 17, Emil 13, Ævar 10, Jón Steinar 4, Guðmundur 2, Uni 2