Fyrsta deildin af stað á morgun

Haukar hefja leik í 1. deild karla á morgun þegar liðið heimsækjur Hött á Egilsstöðum.

Verður þetta frumraun Péturs Ingvarssonar með lið Hauka en hann tók við þjálfun meistaraflokks í sumar. 

Þegar heimasíðan setti sig í samband við Pétur var hann bjartsýnn fyrir morgundaginn og sagði liðið hafa æft vel að undanförnu. ,,Mér list bara mjög vel á leikinn. Við höfum æft vel og undirbúið okkur mjög vel og vonandi dugar þessi undirbúningur og skili sér í góðum leik.”

Varðandi undirbúningstímabilið þá var Pétur þokkalega ánægður en sagði meiðsli hafa sett smá strik í reikninginn en sagði að ávallt kæmi maður í manns stað.

 

Leikur Hauka og Hattar hefst kl. 15.00 á laugardag.

 

Mynd: Pétur Ingvarsson stjórnar liði Hauka á morgun – Arnar Freyr Magnússon