Á morgun, laugardag, mæta stelpurnar í meistaraflokki liði Stjörnunnar í N1 deild kvenna. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 16:00. Af óviðráðanlegum aðstæðum verður ekki barnahorn á leiknum.
Haukastelpurnar hafa unnið tvo leiki af þremur í N1 deildinni í vetur og eru eins og stendur í 3. sæti ásamt Val og FH. Stjarnan er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 6 stig. Fylkisstelpur eru eins og stendur í 8. og neðsta sæti deildarinnar án stiga.
Bæði liðin hafa leikið þrjá leiki. Haukstelpurnar tóku í fyrsta leik tímabilsins á móti Stjörnunni á Ásvöllum. Þann leik sigruðu gestirnir 29 – 26. Annar leikur Haukastelpna var einnig heimaleikur en þá tóku þær á móti Gróttu. Fyrsti sigur Hauka í vetur leit dagsins ljós í þeim leik, 31 – 28. Í þriðja leik tímabilsins heimsóttu Haukar gömlu lærisveina Díönu þjálfara, í HK. Stelpurnar unnu nokkuð öruggan sigur, 35 – 29.
Fylkisstelpur hófu leikinn gegn Val á heimavelli. Valur sigraði þar nokkuð örugglega 34- 18. Annar leikur Fylkis var gegn Fram í Safamýrinni og aftur töpuðu Fylkisstelpur, nú 29 – 23. Þriðji leikur Fylkis í deildinni var gegn FH í Fylkishöllinni. FH sigraði þann leik 28 – 23. Fylkisstelpur því án stiga í neðsta sæti deildarinnar.
Fylkisstelpur fengu nýjan þjálfara fyrir tímabilið en Aðalsteinn Eyjólfsson, sem þjálfað hefur Stjörununa síðustu ár, tók við liðinu af Guðríði Guðjónsdóttur. Einnig urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi Fylkis, Auður Ómarsdóttir, tvítug Akureyrarmær, gekk til liðs við Fylki frá Akureyri. Guðrún Ósk Maríasdóttir, 19 ára, kom til liðsins frá Gróttu, Katrín Andrésdóttir, 22 ára Akureyrarmær, kom frá Val, Rebekka Rut Skúladóttir, yngsta systir Hrafnhildar, Drífu og Dagnýjar Skúladætra, gekk til liðs við Árbæjarliðið frá Val og Katrín Kara Collins, tvítug Valsstelpa, gekk til liðs við liðið. Einn leikmaður fór frá liðinu en Sunneva Einarsdóttir, ungur markmaður úr Fram, fór í sitt gamla félag. Einnig áttu frekar skrýtin skipti sér stað. Pavla Plaminkova, sem leikið hefur með ÍBV og Gróttu, fékk samþykkt félagaskipti í Fylki 11. september en hún fékk svo samþykkt félagaskipti frá Fylki í HK 20. september.
En eins og áður segir verður barnahorn Hauka óstarfrækt þessa helgi af óviðráðanlegum aðstæðum. Strákarnir í meistaraflokki karla leika gegn liði Flensburgar á fimmtudaginn í Flensburg og er stór hópur Haukamanna sem mun fylgja liðinu til Flensburgar. Með hópnum verður stærstur hluti þeirra sem sjá um uppstillingu fyrir leiki, þar með talið uppsetningu barnahornsins. Það er okkar Haukamönnum mjög leitt að þurfa vegna þess að hafa barnahornið lokað sem hefur reynst mjög vel það sem af er vetri og mikil ánægja ríkir um.