Bikarleikir í kvöld hjá Haukaliðunum

HaukarÍ kvöld leikur Haukar U og Haukar 2 í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarnum. 

Haukar 2 spila á heimavelli gegn Selfossi klukkan 21:00 en Haukar U leika hinsvegar á Seltjarnarnesi gegn Gróttu 2 klukkan 18:30. 

Eins og flestir vita er lið Hauka U skipað ungum og efnilegum leikmönnum sem á næstu árum mun að öllum líkindum spila í aðalliði Hauka.

Aftur á móti er hinsvegar öll önnur saga á bakvið leikmenn Hauka 2 en í því liði eru leikmenn með yfir hundruð meistaraflokks leiki á bakinu og ófáir með nokkra landsleiki á bakinu.

Nýjustu liðsmenn Hauka 2 eru þeir Jón Karl Björnsson og Halldór Ingólfsson en þeir léku með Haukum í N1-deild karla í fyrra en lögðu skónna á hilluna að loknu tímabilinu í fyrra.  Ekki er samt vitað hvort að þeir báðir komist í hópinn hjá Haukum 2 enda um stóran og sterkan hóp að ræða. En liðið skipa þeir; Sigurjón Bjarnason, Gústaf Bjarnason, Bjarni Frostason, Þorlákur Kjartansson, Óskar Ármannsson, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Þorkell Magnússon, Jón Karl Björnsson, Halldór Ingólfsson, Örvar Þór Guðmundsson, Sigurjón Sigurðsson, Júlíus Sigurjónsson, Raggi markmaður eins og hann er oftast kallaður, Pétur Vilberg Guðnason, Sigurður Þórðarson, Ægir Sigurgeirsson og Einar Jónsson.

Við hvetjum Haukafólk að kíkja á leikina í kvöld því auðvitað viljum við sjá öll okkar Haukalið fara sem lengst í bikarnum.