Í dag mætir meistaraflokkur Hauka í handknattleik liði ZTR Zaporozhye frá Úkraníu. Leikurinn verður leikinn á Ásvöllum og hefst leikurinn klukkan 16:00.
Undanfarna daga hefur verið fjallað um leikinn, viðtal við Frey Brynjarsson leikmann Hauka, talað um ZTR Zaporozhye söguna á bakvið liðið og talað aðeins um leikmenn liðsins og einnig var sagt frá tilboði sem félagsmenn í Haukum í horni geta nýtt sér.
Nú er tæplega fjórir tímar í leik og mikið er búið að vera að gerast á Ásvöllum síðasta daga, búið er að leggja „meistaradeildardúkinn“ á parketið, einnig er búið að vera undirbúa leikinn og allt sem snýr að honum síðasta daga og vikur, enda vilja Haukar hafa þetta allt sem best og flottast.
En nú er það komið að ykkur Haukamönnum og öðrum áhugamönnum um handbolta að láta sjá ykkur á vellinum í dag og mæta tímanlega til að ná sem bestu sætunum sem eftir eru, enda búið að selja mörg sæti til félagsmanna Hauka í horni.
Miðaverð á leikinn er 1000 krónur fyrir fullorðna en frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri. Einnig er frítt fyrir aldraða og öryrkja.