Í gær lék meistaraflokkur kvenna gegn HK í N1-deild kvenna. Haukar fóru með sigur að hólmi með 6 marka mun, 35-29 eftir að staðan í hálfleik hafi verið 18-14 yfir í hálfleik.
Ramune Pekarskyte var markahæst í liði Hauka með 10 mörk og næst henni kom Hanna G. Stefánsdóttir með 9 mörk.
Leikurinn byrjaði frekar skrautlega, bæði lið fengu nóg af sóknum fyrstu mínúturnar en nýttu þær ekki nægilega vel og bæði lið misstu boltann ört í fyrri hálfleik.
HK stelpur skoruðu fyrsta markið og komust svo 2-1 yfir en það voru einu skiptin sem þær voru yfir í leiknum en eftir það var leikurinn í eign Hauka.
Nína Björk Arnfinnsdóttir var öflug í fyrri hálfleik og skoraði til að mynda fjögur af fyrstu sex mörkum Hauka í leiknum.
Það var skemmtilegt að sjá ungu stelpurnar í liði Hauka koma inn á í fyrri hálfleik en allt Haukaliðið var að spila feyki vel í leiknum.
Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi en Haukar gáfu HK stelpum ekkert tækifæri að komast aftur inn í leikinn.
Sex marka sigur Hauka því staðreynd og tvö góð stig til Hauka.
Eins og fyrr segir var Ramune markahæst með 10 mörk og Hanna Guðrún með 9. Línumaðurinn Nína Björk var síðan með 5 og Ester Óskarsdóttir með 4. Ungu stelpurnar í liði Hauka þær Erla Eiríksdóttir og Þórdís Helgadóttir voru með tvö mörk. Hekla Hannesdóttir, Nína Björk Björnsdóttir og Tatjana Zukovska voru síðan allar með 1 mark.
Bryndís Jónsdóttir stóð lengst af í markinu og varði 14 bolta og Heiða Ingólfsdóttir kom inn á í síðari hálfleik og varði 6 bolta.