Hvað segir Nína Björk ? HK – Haukar á laugardag

Á morgun, laugardag, í Digranesi, klukkan 16:00 heimsækir meistaraflokkur kvenna, lið HK í N1-deild kvenna. Við fengum Nínu Björk Arnfinnsdóttir línumann Hauka í stutt viðtal, en Nína gekk til liðs við Hauka í sumar en hún hefur spilað allan sinn handboltaferil í Noregi.

Nína Björk fór hamförum á línunni í síðasta leik og var óstöðvandi þegar hún fékk boltann í hendurnar.

Viðtalið við Nínu getur þú séð með því að ýta á „lesa meira“

 Hvernig finnst þér byrjunin á tímabilinu hafa verið ? Byrjun tímabilsins hefur verið allt í lagi. Okkur langaði virkilega að vinna Stjörnuna í fyrsta leik, en við spiluðum ekki eins vel og við vitum að við getum, svo ég er ennþá svekkt yfir þeim leik. Við unnum Gróttu, sem var gaman, en við gerðum leikinn meira jafnan en hann hefði átt að vera. Við vorum 5 mörkum yfir alla vega tvisvar, og við hefðum ekki átt að hleypa þeim til baka inn í leikinn eins og við gerðum. Ég vona svo að við getum sýnt það á móti HK hversu góðar við virkilega erum, eins og við gerðum þegar við sigruðum Reykjavik Open. Það var virkilega góður leikur.“

Ertu ánægð með þína frammistöðu, það sem af er á tímabilinu? Ég er nokkuð ánægð með frammistöðu mína það sem af er tímabili. Í leiknum á móti Gróttu var ég virkilega ánægð með mína eigin frammistöðu. En það eru margir hlutir sem má laga. Ég er ennþá að ná að kynnast stelpunum í liðinu og hvernig þær spila, og ég held að vörnin muni breytast mikið þegar við höfum kynnst hvorri annarri betur.“

Hvernig er íslenska deildin, t.d. miðað við þá norsku? Norski boltinn er betri en sá íslenski. Besta liðið í Noregi, Larvik HK, vann Evrópukeppni bikarhafa í fyrra og Noregur vann gull á Ólympíuleikunum í Beijing (og flestir leikmennirnir í landsliðinu leika í dönsku deildinni).
Norsku liðin æfa mun meira, og leikmennirnir eru yfirhöfuð sterkari og meira meira úthald. Stærsti munurinn er að allt gerist mikið hraðar í Noregi. Í Noregi æfði ég að meðaltali 16 klukkustundir á viku, hér er það 8,5 klukkustundir.“

Leikur á móti HK á laugardaginn, hvað getur þú sagt um leikinn? Ég veit ekki mikið um HK. Ég hef aðeins leikið á móti þeim einu sinni. Við unnum æfingaleikinn sem við spiluðum á móti þeim fyrir tímabilið og ég sé enga ástæðu fyrir að við ættum ekki að vinna þær á morgun. Ég meina, það eru engin stig í leik ef þú trúir ekki að þú getir unnið.“

Hvernig hefur þér fundist að koma inn í íslenska handboltann og samfélagið? Það hefur verið vandamál að „fitta“ inn í liðið og íslensk samfélag. Stelpurnar í liðinu er frábærar og mjög gaman að vera með þeim. Mamma mín er íslensk og öll fjölskyldan hennar býr hér. Og ég nýt þeirrar staðreyndar virkilega að nú er ég aðeins nokkrar mínútur að keyra til fjölskyldunnar, í stað tveggja tíma flugs. Ég er einnig að læra við Háskóla Íslands. Ég er í mastersnámi í eðlisfræði, og þar er einnig mikið af frábæru fólki. Svo ég er ánægð með þá ákvörðun mína að flytja til Íslands.“

Við þökkum Nínu Björk fyrir þetta og vonum að hún og liðsfélagar hennar sigri lið HK á morgun. Við hvetjum líka Haukafólk til að fjölmenna í Digranesið og hvetja stelpurnar áfram.