Yngvi: Það verður ekkert gefið eftir

Haukar eru komnir fimmta árið í röð í undanúrslit Powerade-bikarsins en Haukar lögðu Val að velli í átta liða úrslitum á sunnudagskvöld. Yngvi þjálfari stelpnanna sagði í samtali við heimasíðuna vera nokkuð spenntur fyrir kvöldinu.

 

,,Það var fínn sigur hjá okkur í síðasta leik gegn Val. Við höfum ekki spilað mikið undanfarið og við komum sjálfum okkur aðeins á óvart í leiknum. Vonandi höldum við áfram á sömu braut í kvöld,“ sagði Yngvi en hvað með andstæðinga Hauka í kvöld, Keflavík. ,,Keflavík er sigurstranglegra liðið það er ljóst en það verður ekkert gefið eftir.“

 

Leikur Hauka og Keflavíkur hefst kl. 19:00 í kvöld og fer fram í Laugardalshöll.

 

Mynd: Yngvi að ræða við stelpurnar í leiknum gegn Valstefan@haukar.is