Sara Pálmadóttir: Erfitt að hætta

Haukar leika gegn Keflavík annað kvöld í undanúrslitum Powerade-bikarins. Leikmannahópurinn er ekki stór þessa stundina og voru aðeins níu leikmenn á skýrslu í síðasta leik.

Sara Pálmadóttir sem ákvað eftir síðasta tímabil að leggja skóna á hilluna frægu hefur æft með liðinu að undanförnu og var í leikmannahóp liðsins á sunnudagskvöld þegar Haukar mættu Val. Þar lék hún tæplega 12 mínútur en þurfti að yfirgefa völlinn í seinni hálfleik eftir að hafa lent í samstuði við gamla liðsfélagann sinn Ösp Jóhannsdóttur.

Sara sem hætti eftir síðasta vetur vegna meiðsla fékk slæmt högg á sig þar sem gömul meiðsli voru og yfirgaf völlinn í kjölfarið. ,,Ég fékk hné í mig þar sem kviðslitin eru,” sagði Sara um höggið sem gerði hana óvíga. ,,Ég er núna bólgin og marin en ég reyni að fara á æfingu og sjá hvernig fer. Ég ætla að reyna að vera með,” sagði harðjaxllinn Sara en Haukar mæta Íslands- og Powerade-meisturum Keflavíkur annað kvöld.

Leikurinn hefst kl. 19:00 og fer fram í Laugardalshöll.

Mynd: Sara Pálmadóttir liggur óvíg eftir samstuð við Ösp Jóhannsdótturstefan@haukar.is