
9. flokkur karla lék í A-riðli um helgina og er helgin hjá þeim gerð upp í léttri fréttaskýringu.
Laugard. 20.11.2010
Haukar 53 – 52 Ármann
Naumur sigur hjá Haukastrákum og var þetta þjófnaður af verstu gerð. Vitað var að Ármenningingar væru með þrjá mjög sterka og stóra stráka og það þyrfti að stöðva þá en veikleikinn væri í breiddinni og því yrði að halda áfram allan leikinn. Strákarnir byrjuð vel og komust í 5 – 0 en jafnt var eftir fyrsta leikhluta 9 – 9. Strákarnir voru að spila ágæta vörn en voru að fara ílla með opin skot og sniðskot. Strákarnir héldu áfram að spila góða vörn í öðrum leikhluta en vandræðin héldu áfram í sókninni. Staðan í hálfleik var 21 – 25 fyrir Ármann. Í þriðja leikhluta hélt þetta áfram og Ármenningar bættu við forskot sitt og leiddu með ellefu stigu fyrir loka leikhlutann, 32 – 43.
Ármann leiddi með 13 stigum er 6 mínútur voru eftir en þá var eins og lokið væri tekið af körfunni og strákarnir fóru að hitta úr skotunum sínum. Þeir skoruðu 17 stig á mót 3 stigum Ármenninga síðustu 5 mín. leiksins. Kristján Leifur náði sóknarfrákasti er 5 sek. voru eftir og setti skotið ofaní og Ármenningar náðu ekki að svara á þeim tíma og sætur sigur kominn í hús.
Varnarleikur strákann var góður allan leikinn og spiluðu þeir hinar ýmsu tegundir af vörnum, þeir spiluð box á 2 í síðari hálfleik, svæði með pressu og maður á mann í fyrr hálfleik.
Stigaskor: Kristján Leifur, 18, Arnór Bjarki, 7, Hjálmar 11, Modestas 4, Árni 2, Hákon 3 og Ívar Barja 9.
Haukar 70 – Grindavík 51
Strákarnir mættu fullir sjálfstrausts og náðu snemma undirtökunum í leiknum og juku smátt og smátt við forystuna allan leikinn. Sóknarleikurinn var frábær og voru strákarnir að spila mjög óeigingjarnan sóknarleik og boltinn gekk vel á milli manna sem endaði yfirleitt með öruggu skoti eða sniðskoti. Varnarleikurinn var einnig mjög góður og spiluðu strákarnir skipti vörn, er skorað var pressuðu strákarnir allan völlinn en féllu síðan í 2-3 svæði en ef þeir skoruðu ekki var spiluð maður á mann vörn.
Haukar leiddu 35 – 18 í hálfleik og allir voru að skila góðri vinnu bæði í vörn og sókn. Strákarnir slökuðu ekkert á klónni þó svo að Grindvíkingar reyndu að komast inn í leikinn.
Stigaskor: Kristján Leifu, 21, Arnór Bjarki 15, Hjálmar 3, Modestas, 2, Kári 12, Árni 6, Hákon 4 og Ívar Barja 7.
Sunnud. 21.11.2010
Haukar 55 – Stjarnan 70
Búist var við hörku leik þar sem þetta voru einu tvö taplausu liðin. Fyrir leik var ljóst að þeir þyrftu að leggja mun harðar á sig en fyrri daginn þar sem Kristján Leifur hafði meiðst á læri í leiknum á móti Grindavík og gat ekki spilað á sunnudeginum
Strákarnir ætluðu að sýna úr hverju þeir væru gerðir og byrjuðu ágætlega og leiddu allan fyrsta leikhluta og í lok hans var staðan 17 – 16 fyrir Hauka. Strákarnir skoruðu fyrstu körfu annars leikhluta en þá var eins og þeir hættu og Stjarnan náði að skora 13 – 0 og eftir það náðu þeir aldrei að minnka muninn undir 10 stig. Þeir fóru að hengja haus og hættu að berjast fyrir hvorn annan og fyrsta tapið var orðið staðreynd.
Stigaskor: Arnór Bjarki, 8, Hjálmar 17, Modestas, 4, Kári 10, árni 2, Hákon 2, Ívar Barja 12.
Haukar 54 – 60 KR
Strákarnir ætluðu að bæta fyrir slakan leik á móti Stjörnunni og ætluðu að leggja ríkjandi Íslandsmeistara og sýna jafnframt að 20 stiga sigur á þeim í síðasta fjölliðamóti hefði ekki verið nein tilviljun.
Þeir byrjuðu ekki nógu vel og eitthvað slen var yfir þeim, vantaði baráttu og vilja til að sigra en KRingar að berjast fyrir lífu sínu í A riðli. KR leiddi 14 – 8 eftir fyrsta leikhluta og 28 – 20 í hálfleik.
Í síðari hálfleik kom allt annað Haukalið inná völlin og eftir þriðja leikhluta var staðan orðin jöfn, 39 – 39 og allt útlit fyrir að strákarnir ætluðu að klára mótið með sæmd. En þeir komu ekki nógu ákveðnir út úr leikhléinu og KR skoraði fyrstu 6 stig leikhlutans og náðu þeir aldrei að komast nær en 3 stigum og KR landaði baráttusigri.
Stigaskor: Arnór Bjarki 13, Hjálmar 12, Modestas 6, Kári 14, Hákon 2 og Ívar Barja 7.
Ívar þjálfari sagði að ætlunin hefði verið að sigra þetta mót en því miður tókst það ekki. Mikill missir var af Kristjáni Leif á seinni deginum en aðalmálið var að þeir héldu sér uppi.
„Strákarnir voru í heildina að spila ágætlega, þeir börðust vel í vörninni þó svo að þeir væru nokkuð fljótir að fara að hengja haus ef ekki gekk vel og það þarf að laga,“ sagði Ívar eftir helgina.
„ Það eru samt margir mjög jákvæðir punktar og varnarleikurinn er að verða nokkuð góður en það þarf að vinna aðeins í sóknarleiknum fyrir næsta mót,“ bætti Ívar við.
A riðillinn er gríðarlega sterkur og hafa liðin verið að vinna hvort annað á víxl síðustu ár og ætlar engin breyting að vera á því þennan vetur.