9.flokkur á toppnum í A-riðli

Haukar

9. flokkur vann A  riðilinn og er kominn í úrslit

9 flokkur karla vann síðasta fjölliðamót vetrarins og er kominn í úrslit og munu spila á móti Grindavík í úrslitunum sem fara munu fram í apríl.

Fréttaritari heimasíðunnar sá síðasta leikinn þ.e. úrslitaleik strákanna gegn Stjörnunni og hreyfst mjög af fínu spili og góðri liðsheild strákanna. Í leiknum vour allir leikmenn Hauka að spila vel hver fyrir annan og var áberandi hve jafnara Haukaliðið var af getu í leiknum sem skilað sér í flottum sigri á Stjörnunni. Strákarnir voru að vinna sinn fyrsta sigur á þessum vetri yfir Stjörnunni og sýndu strákarnir að þeir eru í mikilli framför og munu án efa verða Íslandsmeistarar í apríl ef þeir halda áfram að sýna jafn agaðan og góðum leik.    

Heimasíðan fékk sendan pistil frá Ívari þjálfara sem greinilega er að gera frábært lið úr þessum góða efnivið sem býr í liðinu!!   

Fyrsti leikur á laugardeginum var á móti Ármanni. Strákarnir byrjuðu ekki vel og virstust vera hálf sofandi í fyrsta leikhluta og staðan 9 – 15 Ármanni í vil. Strákarnir hertu aðeins vörnina og héldu Ármenningum í 5 stigum í öðrum leikhluta og náðu forystu sem þeir létu aldrei af hendi eftir það, staðan í hálfleik 28 – 20.  Skemmst er frá því að segja að strákarnir léku mun betur í síðari hálfleik og leiknum lauk með öruggum Haukasigri, 63 – 38.  Með þessum stóra sigri var orðið nokkuð ljóst að strákarnir væru búnir að tryggja sér sæti í 4ra liða úrslitum.

Stigaskor: Hjálmar 16, Kári 14, Hákon 11, Modestas 6, Ívar Barja 5,  Arnór Bjarki 5, Kristján 4 og Árni 2.

Síðari leikurinn á laugardeginum var á móti Grindavik. Leikurinn þróaðist ekki ósvipað og fyrri leikurinn. Grindvíkingar leiddu eftir fyrsta leikhluta 15 – 18. Í öðrum leikhluta fóru strákarnir í gang og sigruðu hann 19 – 10 og staðan í hálfleik því 34 – 28. Baráttan hélt áfram og Grindvíkingar náðu forystu um miðjan þriðja leikhluta en Haukastrákarnir voru fljótir að ná forystunni aftur og leiddu 54 – 48 eftir þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta náðu Grindvíkingar að jafna leikinn 54 – 54 með því að skora 6 fyrstu stig leikhlutans. Eftir þetta lokuðu strákarni vörninni og endaði leikurinn með öruggum 12 stiga sigri, 69 – 57.

Stigaskor: Kristján 19, Hjálmar 16, Arnór Bjarki 11, Kári 10, Ívar Barja 9, Hákon 2 og Modestas 2.

Fyrsti leikurinn á sunnudeginum var á móti Íslandsmeisturum KR. Enn og aftur voru strákarnir ekki tilbúnir í byrjun og leiddi KR leikinn með 4 – 20 eftir fyrsta leikhluta. Strákarnir voru skömminni skárri í öðrum leikhluta en munurinn enn 15 stig í hálfleik, 23 – 38. Í seinni hálfleik koma nýtt lið inná völlinn hjá Haukum og það tók ekki nema 4 mín. að ná muninum niður í 2 stig, 40 – 42 og eftir þriðja leikhluta var staðan orðin 45 – 44.  Frábær barátta hjá strákunum og þeir sýndu hvað þeir geta. Fjórði leikhluti var æsispennandi og leiddu strákarnir mestan hluta hans en KRingar aldrei langt undan og KR náði 3ja stiga forystu er 2 mín. voru eftir af leiknum. En enn og aftur náðu strákarnir að spila skynsamlega á lokamínútunum og tryggja sér 3ja stiga sigur, 60 – 57.

Stigaskor: Kristján 23, Ívar Barja 16, Arnór Bjarki 9, Hjálmar 6 og Modestas 3.

Lokaleikurinn og úrslitaleikur riðilsins var á móti Stjörnunni sem einnig voru taplausir. Leikurinn var jafn allan leikinn en Haukastrákarnir leiddu samt mest allan leikinn en þó aldrei með meira en 7 stigum. Leikurinn endaði með 5 stiga sigri, 58 – 53. Strákarnir fögnuðu vel í leikslok, 8 leikmenn komu við sögu í leiknum og stóðu allir sig mjög vel, og þeir sýndu að þeir eiga góða möguleika á því að landa stóra titlinum en til þess þurfa allir að legga mikið á sig þar sem liðin í A riðli eru mjög jöfn að getu.

Stigaskor: Kristján 14, Arnór Bjarki 11, Ívar Barja, 9, Kári 8, Hjálmar 8, Árni 4, Modestas 4 og Hákon 4.