9.flokkur Íslandsmeistarar

9.flokkur Íslandsmeistari

Fyrsti íslandsmeistara titil Hauka á 80 ára afmælisárinu kom í hús á sunnudaginn þegar 9.flokkur karla í körfu vann frábæran og mjög eftirmynnilegan sigur á Stjörnunni í miklum baráttu leik.

Haukar voru undir megin hluta leiksins en börðust eins og ljón og gáfust aldrei upp og unnu að lokum magnaðan sigur með flautukörfu á síðustu sekúndu leiksins.  

Fjöldi stuðningsmanna Hauka voru mættir til að styðja strákana ásamt hersveitinni og var stuðningur áhorfenda gríðar mikill strax frá fyrstu mínútu leiksins. Þrátt fyrir mikinn stuðning áhorfenda Hauka byrjuðu Stjörnumenn betur og var Stjarnan yfir 8-16 í lok fyrsta leikhluta. Betri vörn Stjörnunnar í fyrsta leikhluta var að skila þeim þessu forskoti og áttu Hauka strákar í mestu erfið leikum með að komast í gegnum vörn þeirra.
 
Haukastrákar þéttu vörnina í öðrum leikhluta og náðu betri tökum á sóknar leik sýnum og sáust margir fínir taktar hjá Haukastrákum þar sem allir voru að hugsa um að spila vel fyrir liðið. Stjarnan hafði enn frumkvæðið og leiddi 24-21 í hálfleik en Haukastrákar unnu þann leikhluta 13-8. 
 
Stjarnan byrjaði þriðja leikhluta vel og virtust um tíma vera á leið með að klára leikinn og komust þeir mest í 11 stiga mun 27-38 undir lok þriðja leikhluta og aftur 31-42 í byrjun fjórða leikhluta. Í þeirri stöðu sögðu Haukastrákar hingað og ekki lengra og tók nú við æsilegar lokamínútur þar sem Hauka strákar gáfu allt sem þeir áttu í leikinn og sýndu þeir hetjulega baráttu og jafnframt skynsaman leik.
 
Þremur mínútum fyrir leikslok ná Haukastrákar að skora 5 stig á stuttum tíma og jafna leikinn með glæsilegri 3 stiga körfu Kristjáns Sverrissonar. Vörn Haukanna var frábær í fjórða leikhluta og höfðu Stjörnumenn ekki náð að skora nema 1 stig á 4 mínútum. 
 
Kári Jónsson kom síðan Haukum yfir með 3 stiga skoti úr horninu 46-43 og virtust Haukastrákar vera að klára leikinn en svo reyndist ekki vera því Stjörnumenn skoruð næstu 4 stig og komust yfir á ný 46-47. Haukar eiga fína sókn sem endar með skoti af stuttu færi frá Modestas sem dansaði á körfuhringnum af því er virtist í heila eilífð en boltinn fór ekki ofan í. Störnumenn fara í sókn og fá vítaskot þegar 20 sekúndur eru eftir af leiknum en hitta bara úr öðru skotinu staðan 46-48. Haukastrákar fara í sókn og reyna ótímabært 3 stigaskot þegar 11 sekúndur eru eftir af leiknum sem ekki fer ofan í.
 
Stjörnumenn fá boltann og var nú farið að fara mjög um háværa stuðningsmenn Haukanna. Haukar brutu á Stjörnunni þegar um 5 sekúndur voru til leiksloka og fengu Stjörnustrákar tvö vítaskot en þeir brenndu af báðum vítunum og Haukar héldu í sókn. Hetja Hauka Kári Jónsson fékk boltann og reyndi mjög erfitt þriggja stiga skot með varnarmann í sér um 3 metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Skotið var mjög lengi á leiðinni en fór niður um leið og lokaflautið gall! Ótrúleg flautukarfa og magnaður sigur hjá Haukastrákum sem gáfust aldrei upp og höfðu trúna allan leikinn á því að þeir gætu unnið sterkt lið Stjörnunar.  Lokatölur voru 49-48 Haukum í vil í leik sem bauð upp á gríðarlega spennandi og jafnan leik tveggja góðra liða 
 
Kári Jónsson
Kári Jónsson var hetja Hauka í leiknum og var hann útnefndur besti maður leiksins með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Kári á ekki langt að sækja körfuboltagenin en hann er sonur eins af bestu körfuknattleiksmönnum Hauka og fyrrum þjálfara félagsins Jóni Arnari Ingvarssyni.
 
Kristján Leifur Sverrisson var svo með 12 stig og 9 fráköst en auk þeirra skoruðu Hákon Ingi Sölvason 8 stig, Modestas Slapikas 6, Arnór Bjarki Ívarsson og Hjálmar Stefánsson 5 stig hvor.
 
Allir Haukastrákar eig hrós skilið fyrir frábæran vetur en liðið hefur tekið miklum framförum í vetur undir styrkri stjórn Ívars Ásgrímssonar þjálfara og Andra Freyssyni aðstoðarþjálfara. 
 

Stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar óskar strákunum innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil og vonar að strákarnir verði duglegir að æfa áfram í sumar þannig að þeir komi enn sterkari til leiks næsta haust og haldi áfram á sigurbraut.

Umfjöllun á Karfan.is  

Myndasafn á Karfan.is

Video af magnaðri flautukörfu Kára Jónssonar á Leikbrot.is