8. fl. drengja (fæddir 2000) hafa spilað einstaklega vel í úrslitaleikjum um Íslandsmeistararatitil. í gær (mánudag) spiluðu strákarnir tvo leik, við Njarðvík og Keflavík, og gerðu sér lítið fyrir og unnu báða leikina sanngjarnt.
Fyrsti leikurinn á móti Njarðvík byrjaði frekar illa og leiddu Njarðvíkingar fyrri hluta leiksins en strákarnir sýndu mikla baráttu og náðu að landa sigri með 8 stigum. Seinni leikurinn var á móti sterku liði Keflavíkur og höfðu Haukastrákarnir aldrei náð að leggj þá að velli fyrir leikinn. Strákarnir sýndu mikla baráttu í vörninni og sóknin var frábær og sigruðu þeir leikinn með 5 stigum eftir að hafa leitt nánast allan leikinn.
Í dag eiga strákarnir fyrsta leik kl. 16:30 við lið Fjölnis og síðan er ljóst að úrslitaleikur um titilinn verður á móti KR kl. 18:30. Við hvetjum Haukafólk til að mæta í DHL höllina í Vesturbænum og hvetja strákana áfram.
Frábær árangur hjá þessum flokki og ljóst að þeir eru að toppa á réttum tíma. Pétur Ingvarsson þjálfari drengjanna hefur verið að gera frábæra hluti með þá en því miður fyrir okkur Haukamenn eru þetta síðustu leikir Péturs fyrir Hauka í bili en hann er að hverfa á braut til að þjálfa lið Skallagríms í Dominos deildinni og óskum við Pétri velfarnaðar í því starfi og vonumst auðvitað til að hann komi fljótt aftur til baka.