7. sigurinn í röð í ótrúlega kaflaskiptum leik í Mosfellsbæ

Silja Ísberg var markahæst í kvöld með 5 mörkÍ kvöld fengu Haukastúlkur tvö stig í hús eftir algjörlega ótrúlegan leik við botnlið Aftureldingar. Við áhorfendur hölluðum okkur aftur í makindum þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og Haukastúlkur leiddu með 11 mörkum. En þá gerðist það sem gerir handboltann frábæra íþrótt til að fylgjast með og sönnun þess að leikur er aldrei búinn fyrr en flautað er af. Síðustu 16 mínúturnar skoruðu Haukastúlkur ekki mark og Afturelding lagði upp í síðustu sóknina í stöðunni 23 – 24 en Haukastúlkur stóðu síðustu vörnina með prýði og stigunum var bjargað.
Hálfleikstölur voru 8 – 16 Haukum í vil en Aftureldingsstúlkur unnu seinni hálfleikinn 15 – 8. Silja Ísberg var markahæst með 5 mörk og stóðu markmennirnir báðir sig með mikilli prýði. Aðalatriðið tvö stig í hús og kannski góð áminning um að það þurfi að spila hvern leik af krafti í 60 mínútur.

Mörk Hauka: Silja Ísberg 5, Karen Helga Díönudóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Viktoría Valdimarsdóttir 3, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Marija Gedroit 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Sjöfn Ragnarsdóttir 1.

Áfram Haukar!