7. flokkur karla – mót 10-12 nóv-06

1. mót vetrarins í 7. fl. í handknattleik, haldið í Víkinni 10.-12. nóvember. Jæja strákar þá er komið að fyrsta móti vetrarins. Mætið í Haukabúningunum ykkar og líka með utanyfir galla (eða Haukapeysunni) til að fara í á milli leikja. Við munum lána þeim sem ekki eiga búning Haukatreyju til að keppa í. Lið 1. og 2 leika á föstudeginum og lið 3 leikur á laugardeginum. Mikilvægt að þið látið vita ef að þið getið ekki mætt. Mæting er 20 mínútum fyrir leik. Hægt er að sjá allt mótið á heimasíðu HSÍ, hsi.is (mót yngri flokka), "http://www.hsi.is/upload/files/71.doc" Þið fáið miða yfir mótið og liðskipan á æfingunni í dag Kær kveðja Pétur Vilberg