7.flokkur (Íþróttaskólinn) æfir úti á föstudögum

Við minnum á að 7.flokkur karla og kvenna (Íþróttaskólinn) æfir úti á gervigrasinu á Ásvöllum á föstudögum kl. 17:00-17:50. Aðalþjálfararnir á þeirri æfingu eru meistaraflokks-senterarnir geðþekku Ómar Karl og Hilmar Rafn, sem ættu að geta kennt krökkunum sitthvað í þeirri list að koma knetti í marknet.

Gervigrasið er skafið þegar mikið snjóar, líkt og nú, og þess vegna engin fyrirstaða fyrir því að senda krakkana vel klædda út í fótbolta!