6.flokkur karla Shellmótsmeistarar

Eldra árið í 6. flokki karla gerði góða ferð til Vestmannaeyja á Shellmótið, sem í áratugi hefur verið aðalmótið hjá þessum aldurflokki. Haukar sendu þrjú lið til keppni og komust öll liðin í úrslitaleik í sinni keppni. Fór svo að lokum að tvö af þessum þremur liðum unnu sinn úrslitaleik og Haukar tóku því heim með sér tvo af þeim tíu mótsbikurum sem í boði voru.

Glæsilegur árangur hjá Frey, Hlyni og strákunum og við óskum þeim til innilega til hamingju.

Smelltu hér til að fara á heimasíðu Shellmótsins þar sem fjölmargar myndir af mótinu má finna

Smelltu hér til að fara á bloggsíðu 6.flokks karla

Hér sést hluti af eldra árinu sem sló ekki slöku við og var strax mættur á æfingu daginn eftir fótboltaveisluna í Eyjum. Surtseyjarbikarinn og Bjarnareyjarbikarinn í forgrunni