Búið er að velja 28 manna æfingahóp hjá U15 ára landsliði kvenna hjá HSÍ. Haukar eiga fimm fulltrúa í þessum hóp en eftir æfingar um næstu helgi mun verða valinn 16 manna lið sem mun fara til Skotlands helgina 14-17 ágúst og taka þar þátt í æfingamóti.
Um næstu helgi munu þessi hópur spila tvo vináttulandsleki við Færeyja 16 – 17 maí.
Þær stelpur sem voru valdnar heita: Alexandra Jóhannsdóttir, Alexandra Líf Arnardóttir, Berta Rut Harðardóttir, Katrín Hanna Hauksdóttir og Wiktoria Elzbieta Piekarska.
Þessar stelpur hafa staðið sig einstaklega vel með Haukum síðustu ár og óskum við þeim til hamingju með þennan árangur.