Það voru 60 Haukastrákar sem tóku þátt í Nettó-mótinu í Reykjaneshöllinni um helgina í 9 liðum.
Strákarnir voru félaginu og foreldrum til sóma á mótinu og var þjálfara tilkynnt
það sérstaklega af mótshöldurum sem sáu um matinn að Haukastrákar hafi verið kurteisir
og til fyrirmyndar. Allir strákarnir lögðu sig fram og voru úrslitin upp og niður
eins og gengur og gerist en í Argentínskudeildinni unnu Haukar bikar í B úrslitum og
í Chile-deildinni urðu Haukar í 3. sæti. Í Frönskudeildinni lentu Haukar í öðrusæti
eftir frábæran úrslitaleik við Fjölni. Liðstjórunum viljum við þakka fyrir þeirra
framlag sem var í alla staði frábært.
Foreldrum og strákunum viljum við þakka fyrir skemmtilega helgi.
Myndir frá mótinu má sjá á síðu mótsins.
http://picasaweb.google.com/logason