Stelpurnar á yngra árinu í 5. fl. kepptu á sínu fyrsta móti í Valsheimilinu um helgina. Þær spiluðu í 3. deild og höfðu mikla yfirburði í öllum leikjum sínum, þrátt fyrir að meirhluti leikmanna sé úr 6. flokki (eldra ár).
Leikur 1. Haukar – Valur2 23 – 2
Leikur 2. Haukar – KA/Þór 22 – 4
Leikur 3. Haukar – Fram GH2 19 – 3
Leikur 4 (aukaleikur vorum búnar að vinna riðilinn) Haukar – KA/Þór 23 – 11
Samtals unnu þær 87 – 20 og voru með 61,27% sóknarnýtingu.
Langmarkahæst var Hófý en hún skoraði 50 mörk og var með rúmlega 80% nýtingu sem er stórkostlegt.
Aðrar markahæstar voru Anita með 14 mörk, Ingibjörg og Gurrý með 7 hvor.
Áfram Haukar!