5-0 sigur gegn Leikni í Lengjubikar kvenna – Elín Björg með þrennu

Haukar sigruðu í kvöld Leikni R. 5-0 í Lengjubikar kvenna en leikið var á Leiknisvellinum. Aníta Björk Axelsdóttir gerði fyrsta markið á 32. mínútu eftir glæsilega sendingu frá Sæunni Björnsdóttur og Elín Björg Símonardóttir jók forystuna á 45. mínútu og staðan í hálfeik 0-2.

Elín Björg bætti við sínu öðru marki á 52. mínútu á glæsilegan máta og Sierra Marie Lelii bætti við fjórða markinu á 72. mínútu eftir laglega sókn. Elín Björg fullkomnaði svo þrennu sína á 87. mínútu eftir skot frá Töru Björk Gunnarsdóttur.

Haukar hafa nú sigrað sínu fyrstu tvo leiki í Lengjubikarnum og eru með sex stig.

Næsti leikur verður gegn Þrótti R. fimmtudaginn 21. mars klukkan 21.30 og fer hann fram í Egilshöllinni. Þar má búast við hörku leik en bæði lið spila í Inkasso deildinni í sumar – við hvetjum Hauka-fólk til að fjölmenna og styðja stelpurnar til sigurs!

Áfram Haukar!

Byrjunarlið Hauka í kvöld.
Efri röð fv. Diljá, Dagrún Chanté, Sunna, Sæunn og Helga Ýr,.
Neðri röð frv. Erla Sól, Elín Björg, Berghildur Björt, Aníta og Helga Magnea.
Alls voru fjórar breytingar gerðar í hálfeik en þá komu Rún, Leli, Sigurrós og Sierra inn á.