4.flokkur karla B í úrslit

4.flokkur karla, B-lið, komst í dag í úrslit B-úrslita B-liða með því að leggja UMFA 2 af velli með 16 mörkum gegn 15. Haukastrákarnir hafa oft leikið betur en í dag og var fyrri hálfleikurinn mjög lélegur. Staðan var 7-7 í hálfleik eftir að Haukar höfðu jafnað úr víti eftir venjulegan leiktíma. Aðeins 4 leikmenn skoruðu mörk Hauka, Steinar og Davíð 6 hvort, Þórður Rafn 3 og Kristján 1. Til hamingju Haukastrákar og vonandi að sem flestir mæti á morgun, eftir leik Hauka og Fram í meistaraflokki karla, en leikurinn hefst klukkan 17:40 á Seltjarnarnesi. Gangi ykkur vel þar 4.flokkur karla B.