4.flokkur karla urðu í dag fyrstu Íslandsmeistarar Hauka í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á HK í úrslitaleiknum sem spilaður var fyrir framan fjöldan allan af áhorfendum á Kópavogsvelli í dag.
Það var Darri Tryggvason sem skoraði eina mark leiksins á 12.mínútu eftir hornspyrnu.
Allir leikmenn liðsins stóðu sig mjög vel en einna helst var það Magnús Þór Gunnarsson markvörður liðsins sem varði vel allan leikinn og kom í vegfyrir undir lok leiksins að HK næðu ekki að jafna.
Árangur Hauka er afar góður en þeir fóru í gegnum sumarið taplausir, en í allan vetur, sumar, vor og haust hafa þeir aðeins tapað einum leik en það var einmitt gegn HK í vetur, þegar þeir töpuðu 1-0.
4.flokkurinn er afar samstilltur flokkur af fullt af efnilegum strákum sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér, en B-liðið gerði einnig gott mót í sumar og töpuðu einungis tveimur leikjum í sumar.
Þjálfarar flokksins eru þeir Freyr Sverrisson og Hlynur Áskelsson sem er betur þekktur sem Ceres4 í hljómsveitinni sem meðlimir hennar halda fram að sé frægasta og vinsælasta hljómsveit landsins, Mercedez Club. Þetta var hans síðasta verkefni hjá Haukum en hann mun hætta störfum sem þjálfari hjá Haukum enda mikið að gera hjá vinsælustu hljómsveit landsins.
Hægt er að lesa umfjöllun um leikinn og sjá myndir á fótbolti.net
Íslandsmeistarar 4.flokks karla eru;
Magnús Þór Gunnarsson, Björgvin Stefánsson, Darri Tryggvason, Aran Nganpanya, Kristófer Árnason, Þórður Jón Jóhannsson, Aron Johannsson, Guðjón Geir Geirsson, Stefnir Stefánsson, Arnar Aðalgeirsson, Gunnar Örvar Stefánsson, Daníel Þór Ingason, Gunnar Jökull Johns, Birgir Magnús Birgisson, Haukur Björnsson, Sigurður Guðmundsson, Jóhann Ingi Guðmundsson.
Haukar.is óskar leikmönnum og þjálfurum flokksins til hamingju með titilinn.