4.fl. karla í úrslitaleikinn

Haukar4. flokkur karla sigraði Völsung 2 – 1 í dag í loka leiknum í riðlakeppni úrslitakeppnarinnar, en riðill var leikinn á Húsavík. Haukar eru þar með komnir í úrslitaleikinn sem verður leikinn föstudaginn 12. september og mæta þar HK.

Fyrir leikinn höfðu Haukar sigrað Þór og Breiðablik. Búist er við hörkuleik gegn HK en bæði Haukar og HK eru taplaus í sumar enn sem komið er.

Við hvetjum alla Haukamenn til að mæta á leikinn og hvetja strákana okkar til sigurs en þetta er glæsilegur árangur hjá strákunum og greinilega framtíðar leikmenn Hauka þarna á ferð. 

 

Upplýsingar um úrslitaleikinn verða settar hér inn á síðuna þegar nær dregur það er að segja hvar leikurinn verður leikinn.

 

Við óskum strákunum til hamingju með frábæran árangur.