Knatthúsið okkar!

Eins og flestir hafa tekið eftir þá ganga framkvæmdir við knatthúsið vel og byggingin rammast vel inn í íþróttasvæðið okkar. Framkvæmdir eru á áætlun og gert er ráð fyrir að taka knatthúsið í notkun í lok næsta árs. Varla þarf að fara mörgum orðum um hversu kærkomið knatthúsið er, en það mun gjörbreyta allri umgjörð til knattspyrnuiðkunar á Ásvöllum.
Áfram Haukar