3 og 4 flokkur karla

Ágæta foreldri/forráðamaður 14.12.´05

Okkur þjálfara Hauka langar að athuga hver áhugi og geta er hjá foreldrum strákana í flokknum

fyrir að senda strákinn í æfinga- og keppnisferð til útlanda næsta sumar.

Hvenær?

Stefnt yrði að því að fara upp úr miðjum júlí og vera í 7-12 daga.

Hvert?

Ekki er ljóst á þessari stundu hvert yrði farið en sem dæmi má nefna að undanfarin ár hefur 4. flokkur farið á Gothia-cup í Svíþjóð

og 3. flokkur til Danmerkur og Englands.

Ef áhugi reynist mikill í flokknum mun foreldrastjórn boða til sérstakar fundar þar sem málin verða rædd nánar og hugmyndir að áfangastöðum lagðar fram.

Hver er kostnaðurinn?

Það hefur sýnt sig að svona ferðir eru að kosta með öllu á bilinu 80. – 100 þúsund krónur. Foreldrastjórn viðkomandi flokks hefur staðið fyrir skipulagningu á fjáröflunum og hefur verið boðið upp á bæði sameiginlegar og sérstakar fjáraflanir fyrir hvern og einn iðkanda. Allur sá peningur sem er safnað er lagður inn á reikning viðkomandi drengs og má ekki hreyfa við þeim peningum nema til notkunar í ferðina. Ef svo illa vill til að viðkomandi kemst ekki með verða peningarnir geymdir þangað til hægt er að nota þá seinna vegna starfs drengsins í Haukum.

Hvað þarf ég að gera?

Skrifa þær upplýsingar sem beðið er um hér að neðan í tölvupóst.

4. flokkur sendir á netfangið katrinh@tmd.is

3. flokkur sendir á netfangið elin@hogth.is

Það er til að hægt verði að sjá hver áhuginn og/eða getan er hjá hópnum til þess að fara í svona ferð en þess má geta að farið verður með þær upplýsingar sem trúnaðarmál.

Ath! Ef óskað er eftir því hvað drengurinn á inni á bankareikning vegna fyrri söfnunar á vegum Hauka munu þær upplýsingar verða sendar til baka.

Þær upplýsingar sem þarf að senda eru eftifarandi:

-Nafn drengs

-Kennitala

-Svar Já ég hef áhuga á að fara eða Nei ég hef ekki áhuga á að fara

-Ef svarið er Já

-Já við munum taka þátt í að safna fyrir ferðinni eða

-Nei við munum ekki taka þátt í söfnun fyrir ferðina heldur borga hana að öllu

leiti.

Ath! Vinsamlegast sendið inn umbeðan upplýsingar eigi síður en mánudaginn 19. desember.

Jólamót í Kópavogi

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í jólamóti HK/UBK í Fífunni föstudaginn 30.des. verða að koma með 1000 kr. keppnisgjald ekki seinna en á æfinguna á mánudaginn 19. des.

4. flokkur getur lagt inn á reikninginn 140-26-2164. kennit.141258-4869 og sett í skýringu „nafn drengsins“

Með kveðju,