3.flokkurinn leikur til úrslita á Ásvöllum á morgun

HaukarÞað er stór dagur hjá Haukum á morgun þegar 3.flokkur karla í knattspyrnu leikur til úrslita í Visa-bikar karla. Leikurinn fer fram klukkan 12:00 að Ásvöllum og eru andstæðingarnir Breiðablik úr Kópavogi.

3.flokks árgangurinn hefur slegið í gegn undanfarin ár og var til að mynda Íslandsmeistari í 4.flokki fyrir tveimur árum og hafa nú tryggt sér upp í A-riðil á næsta ári en þeir lentu í 2.sæti í B-riðlinum í sumar. Þjálfarar 3.flokks karla eru þeir Árni Hjörvar Hilmarsson og Þórhallur „kóngur“ Dan Jóhannsson.

 Eins og áður hefur verið greint hér á síðunni í sumar sem og síðasta vetur hafa fjölmargir leikmenn í þessum flokki æft og spilað með unglingalandsliðum Íslands og nú síðast í Norðurlandamótinu þar sem fjórir leikmenn úr Haukum spiluðu. Þeir, Magnús Þór Gunnarsson, Þórður Jón Jóhannesson, Arnar Aðalgeirsson og Aron Jóhann Pétursson.

Það má einnig minnast á það að nokkrir af þessum strákum hafa verið í hóp hjá meistaraflokki Hauka í sumar, þeir Magnús Þór Gunnarsson, Björgvin Stefánsson, Gunnar Örvar Stefánsson sem og Aron Jóhann Pétursson sem kom inn á í fyrsta sigurleik Hauka í efstu deild í meira en 31 ár gegn Breiðablik fyrir stuttu.

Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna á Ásvelli í hádeginu á morgun og

Leið liðanna í bikarúrslitin:

Breiðablik:  Þróttur R. 7-0, FH 5-0, Fjölnir 5-2.

Haukar:  KR 4-2, Fram 5-1, ÍR 3-2, Keflavík 7-1.

Hægt er að lesa gamla og góða umfjöllun frá leiknum gegn HK þegar liðið tryggð sér Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2008, hér.