3. flokkur kvenna mun spila til úrslita í bikarúrslitum KSÍ í dag á móti FH á aðalvellinum á Kaplakrika kl. 17:00 í dag.
Þessi lið hafa mæst tvisvar áður í sumar, í deildinni, og unnu okkar stelpur fyrsta leikinn 1-3 en sá síðari endaði 1-1 og voru báðir leikirnir hörku leikir hjá tveim góðum liðum.
Stelpurnar hafa verið duglegar að æfa og hafa lagt mikið á sig til að ná þetta langt. Nú er komið að úrslitastundu og hvetjum við allt Haukafólk til að mæta í Kaplakrika í rauðu og hvetja stúlkurnar til sigurs.
Áfram Haukar.