3.flokkur karla

2 leimenn í 3.flokki karla hafa verið valdir í 16 ára æfingahóp landsliðsins og eru það þeir Jón Hjörtur Emilsson og Helgi Freyr Tómasson. Fyrr í vetur var svo Aron Freyr Eiríksson sem er einnig leikmaður 3.fl karla einnig valinn í svona hóp en hóparnir eru 3 talsins. við óskum þeim til hamingju og vonum að þeir komist alla leið í lokahópinn.

3.flokkur karla

Ágæta foreldri/forráðamaður 14.01.´06

Eins og áður hefur verið kynnt verður farið þann 30. júlí í æfinga- og keppnisferð til Danmerkur og komið heim þann 06. ágúst.

Þar verður tekið þátt í Bröndby-cup og er ætlunin að skrá tvö lið til keppni en raðað er eftir styrkleika á mótið og því munum við vera með bæði A og B lið á mótinu. Þetta gefur okkur þann möguleika að allir leikmenn fá að leika jafn mikið sem er frábært.

Nú er komið að því að greiða þarf staðfestingargjald sem er 15.000 kr. og á það að greiðast ekki seinna en á fimmtudaginn 16. febrúar nk.

Lokagreiðslan á svo að greiðast 4-5 vikum fyrir brottför.

Vinsamlegast greiðið stðafestingargjaldið inn á bankareikning

0111-05-063561

Kennitala: 410396-2709

Merkja: Haukar 3. fl. ka. v/ Bröndby Cup.

Með kveðju,

Þjálfarar & foreldrastjórn