Haukur Björnsson semur við knattspyrnudeild Hauka

Haukur Björnsson hefur gert samning við knattspyrnudeild Hauka en hann á að baki 36 leiki með Haukum í deild og bikar sem og fimm leiki með KÁ á síðasta tímabili.

Haukur er nú kominn heim eftir krefjandi nám í Bandaríkjunum þar sem hann spilaði einnig í háskólaboltanum en liðið komst m.a. í Nationals úrslitakeppni NCAA2.

Heimkoma Hauks er mikið fagnaðarefni og mun hann án efa styrkja liðið á komandi sumri.

Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla, og Haukur Björnsson.