2. flokkur í úrslit

2. flokkur er kominn í úrslit í Íslandsmótinu innanhús en í riðlinum sínum mættu þeir Fram, Víkingi R., KFR og ÍA.

Haukarstrákarnir gerður 3 – 3 jafntefli við Fram, unnu ÍA í æsispennandi markaleik 9 – 8, unnu KFR 4 – 1 og unnu Víking líka 6 – 2. Í þessum riðli fengu Haukar 10 stig jafnmörg og Fram en Haukar voru með betri markatölu og komust þar af leiðandi áfram í úrslitin sem verða haldin í febrúar á næsta ári.

Einnig vil ég minna á að núna um helgi eða þann 16. dsember spilar A – liðið við Stjörnuna á Stjörnuvelli ekki er vitað um tímasetninguna að þessu stöddu.

Þess má geta að Ásgeir Þór Ingólfsson leikmaður 2. flokks hefur verið valinn í úrtakshóp fyrir U17 ára landsliðið núna um helgina og vil ég óska honum innilega til hamingju með það.