Síðastliðin föstudag varð 2. flokkur karla Íslandsmeistarar þegar „strákarnir okkar“ unnu Akureyri 30 – 29 í afar spennandi leik í Austurbergi þar sem Aron Rafn tryggði sigur Hauka með að verja vítakast þegar leiktíminn var útrunnin.
Strákarnir urðu einnig deildarmeistarar og unnu svo FH í undanúrslitum í æsispennandi leik með einu marki.
Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill sem Haukar vinna í 2. flokki karla í handknattleik.
Haukasíðan óskar strákunum og þjálfurum til hamingju.