2 úr Haukum á Íslandsmóti U15 ára

2 strákar úr Haukum mættu á Skákþing Íslands í flokki 15 ára og yngri.

Sá eldri þeirra Sverrir Þorgeirsson fæddur ’91 endaði í 4-7 sæti með 6 vinninga af 9 mögulegum sem reyndar kemur ekkert sérstaklega á óvart því Sverrir er margreyndur unglingalandsliðsmaður í skák.

Einnig telfdi Jón Hákon Richter á mótinu en hann er aðeins 10 ára gamall (fæddur ’96) og mjög efnilegur. Jón endaði í 31-35 sæti með 3 vinninga af 9 mögulegum en hann var meðal yngstu keppenda.

Alls tóku 39 krakkar þátt í mótinu.