Í kvöld mættu Fylkisstelpur í heimsókn á Ásvelli. Þar mættu þær Haukastelpum í N1 deild kvenna. Fyrir leikinn voru Haukastelpur í fyrsta sæti deildarinnar með 29 stig en Fylkisstelpur í áttunda, og neðsta, sæti deildarinnar með 5 stig. Fyrirfram mátti því búast við stórsigri Hauka, sem varð raunin en Haukastelpur sigruðu með 16 mörkum þar sem Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór á kostum og skoraði 17 mörk úr aðeins 20 skotum.
Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í kvöld. Haukar náðu strax góðu forskoti og voru fljótlega komnar fimm mörkum yfir, 15 – 10. Í hálfleik var staðan 22 – 14 en þá var Hanna Guðrún búin að skora 10 mörk úr öllum regnbogans litum. Lítið fór fyrir Ramune í fyrri hálfleiknum en hún var tekin úr umferð alveg upphafi. Þrátt fyrir 10 mörk Hönnu í hálfleiknum skoruðu 7 Haukastelpur mörk í hálfleiknum.
Síðari hálfleikurinn var nánast spegilmynd fyrri hálfleiksins Hanna Guðrún hélt áfram að raða inn mörkum úr öllum regnbogans litum. Hanna skoraði 7 mörk í síðari hálfleiknum og skoraði því samtals 17 mörk í leiknum sem telst frábært. Eins og í fyrri hálfleiknum skoruðu margar Haukastelpur en einnig skoruðu 7 Haukastelpur í leiknum.
Haukastelpur sigruðu sannfærandi sigur, 42 – 26, og halda þær efsta sætinu. Nú eru 17 umferðir búnar í deildinni og aðeins fjórir leikir eftir. Næsti leikur stelpnanna er gegn Val laugardaginn 14. mars en nú verður gerð leikjahlé í deildinni vegna úrslita í Eimskipsbikarnum.