Slæm umgengni eftir leikinn í Mosfellsbæ

stúkan-1Strákarnir gerðu góða ferð til Mosfellsbæjar í gærkvöldi og unnu þar flottan eins marks sigur í miklum spennuleik og náðu jafnframt forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deildinni.

Hauka strákarnir sýndu mikla baráttu og voru félaginu okkar til sóma. Aftur á móti vantaði að einhverjir áhorfendur sem studdu okkar félag hafi ekki staðið sig eins vel í pöllunum ef litið er til umgengni á áhorfendapöllum.

Stuðnings menn Hauka fá afhentar klöppur til að hvetja liðið ein einhverjir telja að það eigi að rífa þær niður og skilja eftir í ræmum á gólfinu. Handboltamiðillinn fimmeinn.is fjallaði um slæma umgengni Hauka meginn eftir leikinn.

Þetta er umgengni sem við Haukafólk viljum ekki að sé eftir okkur og hvetjum því alla til að ganga betur um, hvort sem er í okkar eigin íþróttahúsi eða í öðrum íþróttahúsum.

Við hvetjum alla áhorfendur til að ganga vel um, rífum ekki klöppurnar niður og einbeitum okkur að hvetja okkar lið á jákvæðan hátt.