1. Hvítur leikur og vinnur!

Mér datt í hug að vera með vikulegar þrautir hérna á síðunni. Ætli ég reyni ekki að hafa nýja þraut á hverjum fimmtudegi og birta svo lausnirnar á miðvikudögum. Þeir sem sýna mér rétta lausn á þriðjudagsæfingunum, fá nafnið sitt birt hérna á síðunni ásamt lausninni daginn eftir! 🙂

Varðandi þraut dagsins hugsa margir eflaust „Iss, þetta er skítlétt! Hvítur leikur bara Bh4-f2-a7-b8 og hrifsar skálínuna af svarta biskupnum, neyðir hann til að fara á a7 og leikur þá Bf2 og nær sér í drottningu!“.

Málið er nú samt ekki svona einfalt, því eftir 1.Bh4 leikur svartur 1.-Kb6! og svarar svo 2.Bf2+ með 2.-Ka6! og varnar því hvíta biskupnum leiðina til b8 í gegnum a7 reitinn. Leiki hvítur biskupnum aftur til h4 og d8, leikur svartur kóngi sínum einfaldlega til baka á c6 og valdar c7 reitinn mikilvæga!

Gangi ykkur vel! 🙂

Kveðja, Varði.