1-3 sigur á Ýmir í bikarnum

VISA-bikar karla Fífan 1. júní 2005.

Lið Hauka

Amir –

Svavar, Daníel, Miles –

Hilmar Geir (Bjarki Jónsson) , Kristján Ómar, Hilmar Trausti, Birgir Rafn, Betim –

Hilmar Rafn (Arnar Steinn), Rodney Perry (Ómar Karl).

Fyrirliðinn okkar fagurmyndaði hann Óli Jón hvíldi þennan bikarleik í gær, en í hans stað var Daníel með fyrirliðabandið að þessu sinni.

Amir var aftur kominn á milli stanganna og einnig var Hilmar Geir kominn í byrjunarliðið. Daði Dervic þjálfari breytti út af liðstillingu sinni að þessu sinni og hóf leik með uppstillinguna 3-5-2.

En byrjunin var ekki glæsileg fyrir okkar menn í gær, því 3. deildarliðið náði að koma sér yfir strax á 5. mínútu leiksins í knattspyrnuhúsinu Fífunni í gær. En það forskot hélst þó ekki mjög lengi því að á 30. mínútu náði Fabio (Hilmar Trausti) að jafna leikinn með sínu fyrsta marki sumarsins. Endaði því fyrri hálfleikurinn jafn 1-1.

Í hálfleik breytti svo Daði Dervic liðsuppstillingu liðsins yfir í hið margfræga og margreynda 4-4-2 kerfi, sem margur hefur eflaust heyrt af. Það var svo fyrirliði kvöldsins sem sannaði gildi sitt strax á 2. mínútu seinni hálfleiksins með því að koma knettinum yfir marklínu Ýmis manna, sem ýmisst voru gáttaðir eða hissa á framferðinu.

Það var svo á 68. mínútunni að fyrirliðið Ýmis manna, Guðmundur nokkur Sigurbjörnsson náði að láta reka sig útaf sem ekki var til þess að hjálpa 3. deildar liðinu að ná að jafna leikinn á ný.

Á 74. mínútu leiksins var það svo að miðjutröll Hauka, Kristján Ómar batt enda á ýmsar vonir með því að skora úr vítaspyrnu & koma gestunum tveim mörkum yfir. En það urðu svo lokatölur kvöldsins 1-3.

Mörk

Höskuldur Andrés Þorsteinsson 5 mín. (1-0)

Hilmar Trausti Arnarsson 30 mín. (1-1)

Daníel Einarsson 47 mín. (1-2)

Kristján Ómar Björnsson úr víti 74 mín. (1-3)

Maður leiksins að þessu sinni var Danni Motta sem ekki aðeins bar fyrirliðabandið í fyrsta skiptið heldur náði miðherjinn þeim merka áfanga að koma knettinum inn í mark andstæðinganna.