Þrír strákar úr Haukum í U-18 í handbolta

HaukarValinn hefur verið 16 manna hópur sem tekur þátt á æfingamóti í Þýskalandi milli jóla og nýárs. þessi sami hópur tekur þátt í undankeppni fyrir EM sem verður haldið í Almhult í Suður-Svíþjóð 10.-12. janúar 2014.

Haukastrákarnir sem valdir voru í þessi verkefni eru:
Grétar Ari Guðjónsson,
Þórarinn Traustason og
Leonharð Harðarson.

Heimasíðan óskar strákunum innilega til hamingju með þennan árangur.