Dagana 2. – 7. ágúst fer fram Norðurlandamót U17 karla. Í þetta skiptið er mótið haldið hér á landi og fer fram víðsvegar um Norðurland. Að þessu sinni verður Ísland með 2 lið á mótinu, Ísland 1 og 2. Ísland 1 er í riðli með Englandi, Færeyjum og Noregi en Ísland 2 í riðli með Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Leikmenn Hauka sem valdir hafa verið í þetta verkefni eru Þórður Jón Jóhannesson (hópur 1), Darri Tryggvason (hópur 1) og Eggert Georg Tómasson (hópur 2). Við óskum strákunum til hamingju og vonum að þeir eigi eftir að gera góða hluti með landsliðinu.
Hægt er að fylgjast með gangi liðana á heimasíðu KSÍ.
Ísland 1 með því að smella HÉR.
Ísland 2 með því að smella HÉR.
Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Freyr Sverrisson munu stjórna liðunum og hafa þeir valið hópana sem sjá má hér að neðan ásamt dagskrá hvors liðs. Smellið hér til að sjá hópana og dagskrá mótsins.
Áfram Ísland!