Lúka Kostic og Kristinn R. Jónsson hafa valið æfingahóp fyrir næstkomandi helgi. Lúka Kostic sem sér um æfingar hjá U-17 ára landsliðinu valdi 36 manna æfingarhóp og í honum eru tveir leikmenn frá Haukum.
Kristinn R. Jónsson valdi aftur á móti 30 manna æfingarhóp og í honum er einn leikmaður frá Haukum.
Alexander Freyr Sindrason og Ásbjörn Björnsson sem báðir eru á eldra ári í 3.flokki voru valdir í æfingarhóp hjá U17 en þeir æfa í Kórnum og Egilshöll um næstu helgi.
Ísak Örn Einarsson sem er á mið ári í 2.flokki mun æfa með U-19 ára landsliðinu en þeir munu einnig æfa í Kórnum og í Egilshöll.
Við óskum strákunum til hamingju með það að vera valin í úrtakshópinn og vonum að Haukar eigi eftir að eiga fleiri leikmenn í þeim á næstu mánuðum.