Þorkell Magnússon nýr varaformaður handknattleiksdeildar

Þorkell Magnússon, varaformaður handknattleiksdeildarÞorkell Magnússon tók við varaformennsku í stjórn handknattleiksdeildar Hauka á dögunum úr höndum Sigurjóns Bjarnasonar.

Þorkell lék í fjölmörg ár með meistaraflokki Hauka og upp í gegnum alla yngri flokka félagsins og er því öllum hnútum kunnugur innan deildarinnar.

Keli leikur reyndar enn reglulega með Haukum 2 og var markahæstur í leik gegn aðalliði félagsins í bikarkeppninni um daginn. Hann er giftur Helgu Huld Sigtryggsdóttur og þau eiga Haukabörnin Orra Frey og Elínu Klöru.

Um leið og við óskum Kela til hamingju með embættið og óskum honum góðs gengis, þökkum við Sigurjóni fyrir mikið og óeigingjarnt starf en hann ætlar að sjálfsögðu að starfa áfram í stjórninni og til heilla fyrir félagið.