Haukar mæta Þór Akureyri í 1. deild karla í fyrsta heimaleik liðsins þennan veturinn. Haukaliðið hefur ekki farið neitt frábærlega af stað og aðeins sigrað einn af fyrstu fjórum leikjum sem það hefur spilað og því ljóst að drengina þyrstir í sigur.
Haukar unnu FSu í fyrsta leik deildarinnar en tap var staðreyndin gegn Hamri síðastliðinn föstudag. Þórsarar hafa eins og Haukar unnið einn og tapað einum og liðin því bæði með 2 stig í deildinni.
Sem fyrr verður grillið rifið fram og borgarar framreiddir frá 18:30.
Ákveðið hefur verið að foreldrar iðkenda, sem mæta í búningi sínum á leikinn, fái frítt inn.
Það er því um að gera að mæta með alla fjölskylduna, fá sér borgara fyrir leik og hvetja svo strákana til sigurs.