Þór A. – Haukar í dag

Klukkan 18:00 leikur meistaraflokkur Hauka gegn Þór á Akureyri. Þetta er síðasti leikur Hauka á útvelli í sumar, en einungis tveir leikir eru eftir af tímabilinu.

Lítið er í húfi fyrir bæði lið, en Þórsarar eru búnir að tryggja sér veru í deildinni að næsta ári eftir sigur gegn nágrönnum sínum í síðustu umferð, 3-1, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.

Þetta verður sögulegur leikur, því Hlynur Birgisson varnarmaður Þórsara er að fara leika sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinum en Hlynur er fæddur árið 1968.

Haukar eru þessa stundina í 5.sæti deildarinnar en þeir eru einungis tveimur stigum á eftir KA sem leika gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag.

Ólafur Kjartansson mun dæma fyrir norðan, en honum til aðstoðar verða þeir Bjarni Hrannar Héðinsson og Jóhann Helgi Sigmarsson.

Fyrir þá sem hafa hug á að skella sér á leikinn þurfa ekki að greiða neitt fyrir, því frítt verður á leikinn.

En fyrir áhugasama menn um fótbolta og eru harðir Haukarar þá vill ég minna þá að 4.flokkur karla leikur í úrslitum Íslandsmótsins klukkan 17:00 á Kópavogsvelli. 4.flokkurinn mætir þar HK.

Mynd: Hilmar Rafn Emilsson og liðsfélagar hans leika gegn Þór á Akureyri í dag – Stefán Þór Borgþórsson