Það er nóg um að vera fyrir stuðningsmenn Hauka í kvöld því eins og sagt var frá fyrr í dag eiga handboltastrákarnir útleik gegn Val að Hlíðarenda en auk þess eiga strákarnir í körfuboltanum erfiðan útleik gegn Stjörnunni og fer sá leikur fram í Ásgarði í Garðabæ kl.19:15 í kvöld. Okkar drengir sitja sem stendur í næst neðsta sæti Icelandexpressdeildarinnar og þurfa sárlega á stigum að halda í kvöld til þess að krafsa í liðin í næstu sætum fyrir ofan.
Stjörnumenn eru hins vegar með mjög öflugt lið og eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar. Það verður því við ramman reip að draga í kvöld en verkefnið er langt því frá að vera ómögulegt og með góðum stuðningin Haukafólks er allt hægt! Áfram Haukar!