Úrvaldeild kvenna í handknattleik kvenna lokið

Haukar

Síðasta Laugardag tryggðu Haukar sér sæti í 8 liða úrslitakeppni íslandsmótssins með sigri á Fylki 31-18.  Ljóst var strax frá fyrstu mínútu að Hauka stelpur ætluðu sér í úrslitakeppnina. Það var mikil skemmtun fyrir áhorfendur á fylgjast með stelpunum í þessum leik sem geisluðu af baráttuvilja og leikgleði.  Viktoría Valdimarsdóttir átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir Hauka. 

Mörk Hauka: Viktoría 11, Marija 7, Karen Helga 4, Áróra Eir 2, Díana S. 2, Gunnhildur 2, og þær systur Ragheiður 2  og Sjöfn 1.

Nú er ljóst að yngsta lið deildarinnar, Haukar mæta elsta liðið deildarinnar Val í 8-liða úrslitum sem hefst í byrjun apríl.