Stelpurnar hefja leik í úrslitakeppninni á morgun, sunnudag, og er mótherji þeirra Valur. Þessi lið hafa mæst tvisvar í Olísdeildinni í vetur og var fyrri leikurinn í Schenkerhöllinni í október en þá höfðu Valsstúlkur betur 22 – 28 (11- 12). Síðari leikurinn var í Vodafonehöllinni í febrúar og þá höfðu Haukastúlkur betur 27 – 31 (14 – 16). Af þessum úrslitum má sjá að heimavallarrétturinn þarf ekki að ráða úrslitum og munu Haukastelpur mæta fullar sjálfstrausts í þessa leiki.
Leikurinn hefst kl. 19:30 og er í Vodafonehöllinni. Næsti leikur liðanna er svo í Schenkerhöllinni 8. apríl kl. 19:30 og sá þriðji, ef með þarf, í Vodafonehöllinni 11. apríl.
Það er mikilvægt að allir sem geta mæti á morgun og styðji stelpurnar til sigurs.
Áfram Haukar!